Hoppa yfir valmynd

Íslenskur sjávarútvegur stendur á gömlum merg


Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar. Undir vörumerkinu Icelandic hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.

Markaðsverkefnið „Seafood from Iceland”


Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki. Verkefninu er einnig ætlað að kynna íslenskan uppruna og auka jákvæðni til íslenskra sjávarafurða. Nánari upplýsinar:

Home - Seafood from Iceland

Ábyrgar fiskveiðar

Löng hefð er fyrir stjórnun fiskveiða á Íslandi og hefur stjórnkerfi fiskveiða verið í mótun um áratuga skeið með það að leiðarljósi að fiskveiðar séu í senn hagkvæmar og sjálfbærar með tilliti til nýtingar og viðhalds auðlinda.

Á Íslandi hefur verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar sem fela í sér viðhald fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins. Stjórnun fiskveiða á Íslandi byggist í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar og afla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Þetta eru þær megin­stoðir íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem ætlað er að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald auðlinda hafsins til framtíðar.

Ísland hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um málefni hafsins á erlendum vettvangi og í mótun alþjóðareglna á sviði fiskveiða. Í íslenskum lögum er tekið fullt tillit til alþjóðasamninga við lagasetningu og framkvæmd fiskveiða og verndun sjávar. Nánari upplýsingar:

Sjávarútvegur - Íslandsstofa
Iceland Responsible Fisheries
Government of Iceland | Fisheries Management