Icelandic vörumerkið á sér langa, merkilega og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir. Það stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna. Undir merkinu hefur verið byggð upp þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis. Vörumerkið er með sterka stöðu á alþjóðavísu, hefur tengsl við íslenska náttúru, gæði og lifandi sögu. Íslenskir framleiðendur sjávarafurða sem hyggja á útflutning geta nýtt sér þá miklu þekkingu og reynslu sem safnast hefur saman í kringum vörumerkið Icelandic að uppfylltum vissum skilyrðum.
Hugtökin íslenskt og Íslendingur eru mótuð af nánd við fagra en um leið hrjóstruga náttúru, stór og eldspúandi fjöll, ár og læki af öllum stærðum, jökla og úfin hraun. Óblíð náttúruöflin láta iðulega finna fyrir sér, alltumlykjandi hafið í kringum eyjuna okkar hefur gefið og tekið í gegnum aldirnar. Þessi bakgrunnur er okkar sameiginlegi þráður þó við upplifum hann og landið okkar hvert á sinn hátt.
Það er greypt í þjóðarsál okkar að vera vandvirk, útsjónarsöm, harðdugleg, nýtin og stolt. Öðruvísi er ekki hægt að komast af í þessu harðbýla landi. Persóna og tónn Icelandic vörumerkisins er mótuð af íslenskri náttúru, lífsbaráttu okkar og sögu í gegnum aldirnar.
Úr þessu hrjúfa umhverfi eru hornsteinar vörumerkisins Icelandic sprottnir:
Persóna og tónn vörumerkisins byggir á tengslunum við íslenska náttúru, lífsbaráttu okkar og sögu í gegnum aldirnar.
Icelandic Trademark Holding (ITH) er í dag eigandi og leigusali vörumerkjanna ,,Icelandic" og ,,Icelandic Seafood". Stefna ITH er að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Icelandic (ITH) er í eigu íslenska ríkisins og við erum stolt að vera fulltrúi íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Allur hagnaður af starfsemi Icelandic fer í markaðsefni og önnur sérgreind verkefni sem stuðla að því að hámarka verðmætasköpun vörumerkisins. Markmiðið er að vörur ,,Icelandic" séu þekktar sem hágæða vörur sem sé treyst af veitingarhúsum, smásölum og neytendum um allan heim.
Smellið hér til að skoða núverandi samstarfsaðila Icelandic
Vörur sem bera Icelandic-merkið eru „fulltrúar hreinleika“, þær eru íslenskar hágæðavörur með mikla sérstöðu og framleiðsla þeirra er háð lögmálum um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna þurfa þeir framleiðendur sem vilja nota sér merkið að rísa undir þeim kröfum.
Alþjóðleg samvinna í tengslum við markaðssetningu og vöruþróun.
Fullur stuðningur og aðstoð við hönnun á öllum pakkningum og umbúðum.
Aðgengi að stöðugt uppfærðum gagnabanka sem inniheldur ítarlegt vörumerkja- og markaðsefni.
Vörumerkjahandbók (e. Brand Manual) sem tryggir samræmingu og rétta notkun á vörumerkinu á öllum mörkuðum.
Aðstoð og virk þátttaka í sértækum markaðsverkefnum.
Ýmislegt efni fyrir samfélagsmiðla (uppskriftir, uppákomur og fl.)
Vörumerki með yfir 75 ára farsæla alþjóðlega sögu fyrir hágæða sjávarafurðir.
Vörumerki sem hefur í gegnum tíðina skilað hærri framlegð en margar sambærilegar vörur.
Traust eignarhald þar sem ímynd Íslands stendur á bak við vörumerkið.
Aðgangur að alþjóðlega skráðu vörumerki sem nýtur verndar
Mögulegir nytjaleyfishafar (og vörur) þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði:
• Eingöngu sjávarafurðir og sjávartengdar afurðir sem koma úr íslenskri lögsögu.
• Nytjaleyfishafi þarf að vera stöndugt fyrirtæki með reynslu af tilteknum mörkuðum eða með
fullbúna vöru tilbúna í sölu.
• Eingöngu vörur lausar við sýklalyf eða önnur mögulega skaðleg aukaefni.
• Allir framleiðendur og vörur þurfa að uppfylla viðeigandi staðla og reglugerðir.
• Framleiðendur þurfa að uppfylla í það minnsta gæðakröfur og kröfur um vörumerkjanotkun sem eru settar fram af ITH.
• Öll framleiðsla og virðiskeðjan í heild verður að vera háð lögmálum um sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og í sátt við náttúru og umhverfið.
• Allir nytjaleyfishafar þurfa að stunda reglubundið og strangt gæðaeftirlit og skulu afhenda skýrslur þess efnis til ITH. Öll aðfangakeðjan í heild skal einnig vera opin og móttækileg fyrir óreglulegum skoðunum af hálfu ITH eða þriðja aðila.
• Allar umbúðir og pakkningar skulu vera eins umhverfisvænar ogkostur er og skulu aðilar stöðugt vinna að því að bæta umhverfisspor í allri virðiskeðjunni.
Icelandic (ITH) rukkar tvenns konar þóknanir og fara þær eftir stærð markaðar, þjónustustigi ITH, framlegð viðkomandi vara og tegund söluleiða. Þóknanir eru yfirleitt greiddar ársfjórðungslega.
1. Eftir að umsækjandi hefur kynnt sér möguleika og helstu skilyrði þess að vera nytjaleyfishafi getur hann sent inn rafræna umsókn í gegnum heimasíðu ITH (hér neðst)
2. Eftir að umsókn hefur borist mun ITH fara vandlega yfir hana og vera í sambandi við viðkomandi varðandi næstu skref
3. Ef umsókn er samþykkt mun ITH ræða mögulegan nytjaleyfissamning frekar við viðkomandi og fara betur yfir t.d. vöruna, stærð markaðar, söluleiðir og framlegð. Á þessu stigi munu einnig mögulegar nytjaleyfisþóknanir og lágmarkssala vera ræddar
4. Til að tryggja langtímasamstarf, skuldbindingu og sameiginlega hagsmuni beggja aðila þarf nytjaleyfishafi að leggja fram 3ja ára sölu- og markaðsáætlun sem skal samþykkt af báðum aðilum. Slík áætlun þarf af innihalda nákvæma söluáætlun fyrir viðkomandi vörur eftir mismunandi söluleiðum og/eða mörkuðum
5. Að lokum er samið um endanlegan nytjaleyfisamning m.a. endanlegar nytjaleyfisþóknanir og lágmarkssölu sem skal taka mið af söluáætlun í lið nr. 4
6. Sala hefst á viðkomandi mörkuðum. Stöðug samvinna og eftirfylgni að hálfu ITH.
Rafræn umsókn