Hoppa yfir valmynd

Ábyrgar fiskveiðar


Löng hefð er fyrir stjórnun fiskveiða á Íslandi og hefur stjórnkerfi fiskveiða verið í mótun um áratuga skeið með það að leiðarljósi að fiskveiðar séu í senn hagkvæmar og sjálfbærar með tilliti til nýtingar og viðhalds auðlinda.

Á Íslandi hefur verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar sem fela í sér viðhald fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins. Stjórnun fiskveiða á Íslandi byggist í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar og afla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Þetta eru þær meginstoðir íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem ætlað er að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald auðlinda hafsins til framtíðar.

Ísland hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um málefni hafsins á erlendum vettvangi og í mótun alþjóðareglna á sviði fiskveiða. Í íslenskum lögum er tekið fullt tillit til alþjóðasamninga við lagasetningu og framkvæmd fiskveiða og verndun sjávar. Nánari upplýsingar:    IRF

Nánari upplýsingar:

Íslenskur sjávarútvegur

Iceland Responsible Fisheries

Government of Iceland | Fisheries Management

Sjálfbærni í sjávarútvegi


Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til að vera í forystu á heimsvísu vegna framlags til umhverfismála og er það í raun nú þegar. Þar er eftir miklu að slægjast fyrir ímynd íslensks sjávarútvegs og ekki síður vegna markmiðs stjórnvalda um að draga úr losun á komandi árum. Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins er kynnt stefna sjávarútvegsfyrirtækja sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Nánari upplýsingar:

Grænvangur og Loftlagsvegvísir atvinnulífsins