Hoppa yfir valmynd

Íslenskur sjávarútvegur stendur á gömlum merg

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið öflugasta útflutningsgrein Íslendinga og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar. Vörumerkið Icelandic hefur átt stóran þátt í því að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla sem unnar eru með sjálfbærum hætti. Undir vörumerkinu Icelandic hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.