Íslenska leiðin: sjálfbærni og íslenskur uppruni = fyrsta flokks gæði
Hugtökin íslenskt og Íslendingur eru mótuð af nánd við fagra en um leið hrjóstruga náttúru, stór og eldspúandi fjöll, ár og læki af öllum stærðum, jökla og úfin hraun. Óblíð náttúruöflin láta iðulega finna fyrir sér, alltumlykjandi hafið í kringum eyjuna okkar hefur gefið og tekið í gegnum aldirnar. Þessi bakgrunnur er okkar sameiginlegi þráður þó við upplifum hann og landið okkar hvert á sinn hátt. Úr þessu umhverfi eru hornsteinar vörumerkisins Icelandic sprottnir.
Sjálfbærni - Í sátt við náttúruna og umhverfið.
Íslenskur uppruni – Icelandic vörumerkið byggir á íslenskri sögu og virðingu við auðlindirnar.
Fyrsta flokks gæði - Viðskiptavinir geta treyst gæðum þeirrar vöru sem merkt er Icelandic.