Hoppa yfir valmynd

Icelandic nytjaleyfishafar

Með sérstökum nytjaleyfissamningum hafa nytjaleyfishafar Icelandic Trademark Holding ehf. rétt á að nota Icelandic vörumerkið á þeim markaðssvæðum sem getið er um í nytjaleyfissamningi. Nytjaleyfishafar vinna á grundvelli viðmiðunarreglna fyrir Icelandic vörumerkið (e. Brand Manual) og þurfa að uppfylla skilyrði sem lúta m.a. að íslenskum uppruna, ströngum gæðakröfum og gæðaeftirliti, rekjanleika, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.

Icelandic nytjaleyfishafar:

High Liner Foods

High Liner Foods er leiðandi í sölu frystra sjávarafurða í Norður Ameríku. Fyrirtækið selur m.a. hágæða íslenskar sjávarafurðir til smásala og veitingahúsa undir merkjum Icelandic í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Iceland Seafood International

Iceland Seafood er leiðandi í útflutningi sjávarafurða frá Íslandi til allra helstu markaðssvæða heims. Sala fyrirtækisins nær til ferskra, landfrystra, sjófrystra, saltaðra, léttsaltaðra og þurrkaðra afurða. Iceland Seafood selur hágæða íslenskar afurðir undir merkjum Icelandic á mörkuðum í Norður-, Mið- og Suður Evrópu.

Icelandic Asia

Icelandic Asia er leiðandi í útflutningi frystra sjávarafurða frá Íslandi til markaða í Asíu. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í Asíu í 30 ár og er þar þekkt fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir. Icelandic Asia er með starfsstöðvar í Japan, Kína og á Íslandi sem tryggir viðskiptavinum hvarvetna örugga og góða þjónustu.