Hoppa yfir valmynd

Bakaður þorskur með konfekttómötum


Þessi réttur er fljótgerður og einfaldur en afskaplega ljúffengur. Það spillir heldur ekki að hann er afar hollur.

Hráefni – fyrir 4

4 íslensk þorskflök (170 gr), u.þ.b. 2-3 cm að þykkt

Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

4 msk jómfrúarólífuolía

200 gr kirsuberjatómatar

1 sítróna, skorin, og meira til skrauts

2 hvítlauksrif, marin en ekki afhýdd

2 timíansprotar

2 msk nýsöxuð steinselja, til skrauts

 

Leiðbeiningar

1. skref

Forhitið ofninn í 200°C og þerrið þorskflökin með pappírsþurrku. Kryddið báðum megin með salti og pipar.

2. skref

Í miðlungsstóra skál skal blanda saman ólífuolíu, kirsuberjatómötum, sítrónusneiðum, hvítlauki og timían.

3. skref

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Hellið tómatablöndunni í mótið og raðið þorskinum síðan í.

4. skref

Bakið fiskinn í ofni þar til hann er hvítur og auðvelt að skera með gaffli.

5. skref

Berið fram skreyttan með steinselju, meiri sítrónusafa og soði úr eldfasta mótinu.

Þessi réttur er fullkominn með steiktum kartöflum og/eða fersku salati.